Finnbjörn ÍS 68 seldur

Finnbjörn ÍS 68 hefur verið seldur. báturinn er í eigu einkahlutafélagsins Lífsbjörg ehf og er skráður í Súðavík. Kaupandinn er útgerðarfélagið Siglunes ehf, sem gerir út krókaaflamarksbátinn Otur II ÍS 173, en hann hefur verið skráður á Þingeyri frá 2015.

Finnbjörn ÍS 68 var áður skráður í Grindavík er frá nóvember 2015 í Súðavík. Hins vegar hefur báturinn verið gerður út frá Bolungavík á dragnótaveiðum með leigukvóta. Kaupin fara þannig fram að kaupandinn kaupir hlutafélagið Lífsbjörg ehf. Björn Elías Halldórsson verður áfram skipstjóri á Finnbirni ÍS 68 og nýr eigandi stefnir að því að útvega kvóta á bátinn.

DEILA