Dýrafjarðargöng – framvinda í viku 13 – 159,5 m eftir

Ágætis gangur í gangagreftri í vikunni sem var að líða en þá lengdust göngin um 80,9 m.

Lengd ganga Dýrafjarðarmegin er þá orðin 1.483,9 m og samanlögð lengd ganga 5.141,5 m sem er 97,0% af heildarlengd. Lengd að gegnumbroti er nú aðeins um 159,5 m.

Auk gangagerðar vinnur verktaki jöfnum höndum í vegagerð og gerð grjótvarnar sem er hvort tveggja óðum að taka á sig mynd. Þá hóf verktaki undirbúning fyrir byggingu vegskála í Dýrafirði og var fyrsta þrifalagssteypan undir sökkla steypt í vikunni.

Fyrir hönd framkvæmdaeftirlits Dýrafjarðarganga,

Oddur Sigurðsson, umsjónarmaður.

DEILA