Bóka­safnið á Patreks­firði opnar upptökuver

Frá Patreksfirði. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Lions­klúbbur Patreks­fjarðar afhenti bóka­safninu nýlega tækja­búnað fyrir upptökuver að gjöf. Upptöku­verið er stað­sett í rými tónlist­ar­skólans við hliðina á bóka­safninu og er til afnota fyrir alla sem eiga bóka­safns­skír­teini í gildi á bóka­safni Patreks­fjarðar eða bóka­safni Bíldu­dals.

Frá þessu er greint á vef Vesturbyggðar.

Undanfarið hafa nokkrir nemendur í 8.–10. bekk Patreksskóla unnið að gerð hlaðvarpsþátta í upptökuverinu og veittu þau gjöfinni móttöku ásamt forstöðumanni bókasafnsins.

Upptökuverið hentar fyrir upptökur á hlaðvarpsþáttum, skólaverkefnum, munnlegum heimildum og öðru talmáli. Á bókasafninu er einnig í boði að leigja upptökutæki til að taka með úr húsi og er hægt að vinna efni tekið upp á það tæki í upptökuverinu.

Forstöðumaður bókasafns Patreksfjarðar er Alda Hrannarsdóttir.

DEILA