60 manns í kirkjugöngu í Önundarfirði

Gönguhópurinn við kirkjuna í Holti. Mynd: Fjölnir Ásbjörnsson.

Í gær, föstudaginn langa, var farið í árlega kirkjugöngu í Önundarfirðinum. Kirkjugöngurnar hófust 2005 og er þetta því 15. skiptið. Að sögn Fjölnis Ásbjörnssonar var metaðsókn í ár og gengu 60 manns frá Dalskirkju í Valþjófsdal til Holtskirkju. Lesið var úr píslarsögunni bæði í upphafi göngunnar og í lokin. Eftir gönguna var snædd fiskisúpa í Friðarsetrinu. Sr Fjölnir sagðist vera mjög ánægður með þátttökuna og kirkjugönguna.

Göngumenn á leiðinni frá Valþjófsdal inn fjörðinn að Holti. Mynd: Fjölnir Ásbjörnsson.
Gangan hófst í Dalskirkju. Mynd: Halla Signý Kristjánsdóttir.
Í samsætinu í Holti eftir gönguna. Mynd: Fjölnir Ásbjörnsson.
DEILA