1. maí framundan: kröfugöngur og hátíðahöld

Frá 1. maí kröfugöngu á Ísafirði 2015. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Alþýðusamband Íslands hefur sent frá sér yfirlit yfir kröfugöngur og hátíðahöld sem verða 1. maí næstkomandi. Á Vestfjörðum verður dagskrá á Ísafirði og Suðureyri.

Ísafjörður

Kröfuganga frá Alþýðuhúsinu kl. 14:00 Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar verður í fararbroddi undir stjórn Madis Maekalle

Dagskrá í Edinborgarhúsinu:

Kynnir: Finnur Magnússon

Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar leikur.

Ræðumaður dagsins: Sigurður Pétursson, sagnfræðingur

Söngatriði: Kristín Haraldsdóttir

Pistill dagsins: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, formaður FOS-Vest.

Kómedíuleikhúsið leikur atriði úr Karíus og Baktus

Kaffiveitingar í Guðmundarbúð.

Kvikmyndasýningar fyrir börn í Ísafjarðarbíói kl. 14:00 og 16:00

Suðureyri

Kröfuganga frá Brekkukoti kl. 14.00

1.maí ávarp og konur heiðraðar.

Kaffiveitingar verða í Félagsheimili Súgfirðinga.

Söngur og tónlistarflutningur.

Boðsund barna í Sundlaug Suðureyrar.

DEILA