Sviptingar í Náttúrustofu Vestfjarða

Á stjórnarfundi í Náttúrustofu Vestfjarða (NAVE) í síðustu viku urðu nokkrar sviptingar í starfsmannahaldi. Forstöðumaður NAVE Nancy Bechtloff fór í veikindaleyfi.

Starfandi forstöðumaður NAVE Hulda Birna Albertsdóttir er á leið í fæðingarorlof og ákvað stjórnin að ráða Friðbjörgu Matthíasdóttur, Bíldudal  tímabundið í starf sem forstöðumaður NAVE frá og með mánaðarmótum mars/apríl 2019.

Þá var rætt um fjármál stofunnar. Starfandi forstöðumaður NAVE, Hulda Birna Albertsdóttir, gerði grein fyrir stöðu fjármála stofunnar og stöðu samninga á milli sveitarfélaga og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Öll aðildarsveitarfélög NAVE hafa nú samþykkt og ritað undir samninginn við ráðuneytið.

DEILA