Strandið í Jökulfjörðum: Báturinn kominn til Ísafjarðar

Búið er að ná bátnum sem var strandaður á Jökulfjörðum af strandstað. Björgunarskipið Gunnar Friðriksson er með hann í togi á leið til Ísafjarðar og björgunarbáturinn Gísli Hjalta fylgir þeim. Björgunarmenn eru ásamt skipstjóra um borð í bátnum en í honum er nokkuð af sjó og hafa dælur varla undan.

 

Ef allt gengur vel má reikna með að komið verði til Ísafjarðar að nálgast tvö en lítið þarf út af bregða til þess að þær áætlanir bregðist.

Samkvæmt heimildum Bæjarins besta er mikið vatn í bátnum og hann hallast töluvert. Báturinn sem strandaði er farþegabátur og var hann með farþega. Þeir voru hins vegar ekki um borð þegar strandið átti sér stað og voru þeir fluttir með þyrlu í tveimur ferðum til Ísafjarðar. Ekkert amar að þeim.

Auk skipa slysavarnasveitanna í Bolungavík og á Í safirði eru á vettvangi  skútan Aurora ÍS  og virðist strandið hafa verið nálægt Kvíum í Jökulfjörðum.

 

Uppfært kl 14:28.

Gunnar Friðriksson er kominn til Ísafjarðar með bátinn í togi.

Mynd: Marzellíus Sveinbjörnsson.

DEILA