Strandbúnaður – ráðstefna um eldi og ræktun

Ráðstefnan Strandbúnaður 2019 verður haldin í Reykjavík fimmtudag og föstudag.

Strandbúnaður er samheiti yfir atvinnugreinar sem tengjast nýtingu land- og/eða sjávargæða í og við  strandlengju landsins, hvort sem um ræktun eða eldi er að ræða.

Tilgangurinn  er að stuðla að faglegri og fræðandi umfjöllun um
strandbúnað og styðja þannig við menntun, rannsóknir, þróun og stefnumótun greinarinnar.

Að Strandeldi standa þeir sem starfa við þörungarækt, skeldýrarækt, seiðaeldi, matfiskeldi, sölu og markaðssetningu, fóðurframleiðendur, tækjaframleiðendur og aðrir þjónustuaðilar, rannsóknastofnanir, menntastofnanir, ráðuneyti og stofnanir þeirra.

Á  ráðstefnunni verða 10 málstofur, um 60 erindi flutt og jafnframt er gert ráð fyrir einu þörunganámskeiði.

Formaður stjórnar Strandbúnaðar ehf er dr. Þorleifur Eiríksson, sem var forstöðumaður Náttúrurstofu Vestfjarða um langt árabil. Þá eru meðal stjórnamanna Gunnar Þórðarson, Ísafirði og Kristján Davíðsson frá Þingeyri.

Margir Vestfirðingar koma að ráðstefnunni og flytja þeir 13 af erindunum 60.

Meðal forvitnilegustu erindanna  sem boðið er upp á er erindi Gunnars Davíðssonar, deildarstjóri í Fylkisstjórn troms fylkis í Noregi. Nefnist erindi hans : Hlutverk fiskeldis í aukningu útflutningstekna og hagvaxtar í sjávarbyggðum Noregs.

Stefán Gíslason, framkvæmdastjóri Umhverfisráðgjafar Íslands  flytur erindi um kolefnisspor laxeldis á Íslandi.

Albert Högnason, þróunarstjóri Skaginn 3x Ísafirði verður með erindi sem nefndist: Ofurkældur fiskur-tækifæri fyrir Ísland.

Neil Shiran Þórisson, fjármálastjóri Arctic Fish flytur erindi sem nefnist: Vinnsla, sala og dreifing á eldisfiski á meginlandi Evrópu.

Ómar Grétarsson,Sölu- og markaðsstjóri Arnarlax verður með erindi með heitinu: Sala á eldislaxi frá Íslandi. Skiptir uppruninn máli?

Óskar Albert Torfason, Framkvmdastjóri skvinnslan Drangur/Strandaskel og Jón Örn Pálsson ráðgjafi hjá Eldi og Umhverfi verða báðir með erindi um krækling. Jón Örn verður auk þess með annað erindi sem heitir: rýnt í fóðurgögn Fjarðalax. Má gera betur?

Þorleifur Ágústsson, Chief Scientist NORCE flytur erindi sem nefnist Öryggismál – Eldisfiskur í laxveiðiám.

Lilja Magnúsdóttir, umsjónarmaður vottunarmála hjá Sjótækni fjallar um eftirlit á Íslandi með eldisbúnaði við sjókvíaeldi.

Þorleifur Eiríksson, Framkvæmdastjóri RORUM gerir grein fyrir niðurbroti lífræns efnis undir sjókvíum og ræðir um aukinn skilning á hvíldartíma.

Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska kalkþörungafélagið flytur erindi sem heitir Verðmætasköpun úr kalkþörungum.

Einar Kristinn Guðfinnsson, stjórnarformaður Félags fiskeldisstöðvar flytur erindi sem heitir Important pillars for the Icelandic economy og fjallar um þýðingu fiskeldis fyrir íslenskan efnahag.

DEILA