Patreks­dag­urinn 2019

Patreks­dag­urinn verður haldinn hátíð­legur á Patreks­firði dagana 15. – 17. mars. Ýmsir viðburðir verða í gangi og allir ættu að finna eitt­hvað við sitt hæfi segir í frétt um daginn á vef Vesturbyggðar.

Patreks­dag­urinn er hátíð haldin 17. mars til þess að minnast Heilags Patreks, eins af vernd­ar­dýr­lingum Írlands. Hátíðin er á þjóð­há­tíð­ar­degi Írlands og þar sem Patreks­fjörður heitir eftir heil­ögum Patrek er dagurinn haldinn hátíð­legur ár hvert.

Föstudagur 15. mars

  • 22:00 til 01:00 – Pub Quiz á Stúkuhúsinu
    Eldhúsið verður opið frá kl. 18:00 til 20:30. Happy hour frá kl. 18:30 til 19:30. Tilboð á Irish Coffee allt kvöldið.

Sunnudagur 17. mars

  • 11:00 til 13:00 – Handverksstund fyrir krakka í Húsinu
    Listgreinakennarinn Barbara Zach, sem dvelur nú í listamannaaðsetrinu í Húsinu, mun leiðbeina krökkunum að vefa úr ýmsum efnum. Öllum krökkum velkomið að kíja við.
  • 13:00 til 16:00 – Vöfflukaffi og tónlistaratriði í Húsinu
    Vöfflukaffi í boði Vesturbyggðar í samstarfi við Húsið. Tónlistaratriði frá Einari Braga og Philip Zach.
  • 16:00 til 17:30 – Jón hrappur eimreiðastjóri í Skjaldborgarbíó
    Fjölskyldumyndin Jón Hrappur eimreiðastjóri verður sýnd í boði Vesturbyggðar – aðgangur ókeypis.
DEILA