Námslán: lagt til að 30% námslána falli niður

Menntamálaráðherra hefur kynnt breytingar sem fyrirhugaðar eru á námslánakerfinu en frumvarp til breytinga á lögunum er í undirbúningi. Fram kemur í fréttatilkynningu ráðuneytisins að framlög ríkisins til Lánsjóðs íslenskra námsmanna muni hækka um 800 milljónir króna frá frá 2020 til 2024 og verða þá tæpir 8 milljarðar króna.

Lánasjóðurinn veitir lán á hagstæðum kjörum, verðtryggðum með raun vöxtum sem eru lægri en markaðsvextir. Ærlunin er að fella niður 30% af teknum námslánum vegna náms sé prófgráðu lokið innan skilgreinds tíma. Þá er stefnt að því að hækka styrk sem veittur er vegna framfærslu barna námsmanns.

Segir í fréttatilkynningunni að ávinningur námsmanna af fyrirhuguðum breytingum geti orðið allt að 1,2 milljarðar króna á ári. Fjárhagsleg staða sjóðsins er sterk.  Handbært fé sjóðsins nam um 11,3 milljörðum kr. í árslok 2017 og er áætlað að það geti numið allt að 15 milljörðum kr. í árslok 2018.

DEILA