Lítilsháttar fólksfækkun síðustu 3 mánuði

Bolungavík. Mynd: Ásgeir Hólm.

Þjóðskrá íslands hefur gefið út nýjar tölur um íbúafjölda eftir sveitarfélögum.  Íbúum á Vestfjörðum hefur lítils háttar fækkað frá 1. desember 2018 til 1. mars 2019. Íbúar voru 7.064 en voru þann 1. mars 7.052. Fækkunin er um 12 manns eða 0,15%.

Staðan er óbreytt á norðanverðum Vestfjörðum, en breytingar innbyrðis milli sveitarfélaganna þar. Í Ísafjarðarbæ fækkaði um 17 manns, en fjölgaði um 11 í Bolungavík og um 6 í Súðavík.

Í Ísafjarðarbæ bjuggu 3.796 manns, 957 manns í Bolungavík og 205 í Súðavíkurhreppi.

Á sunnanverðum Vestfjörðum fækkaði um 4 íbúa. Fjölgun varð um einn í Vesturbyggð en það fækkaði í Tálknafirði um 5. Íbúar í vesturbyggð voru 997 þann 1. mars og 254 í Tálknafirði.

Í Reykhólahreppi fækkaði um 2 og voru íbúarnir 255.

Í Strandasýslu fækkaði um 6 manns. Það fækkaði um 2 í íArneshreppi og um 8 manns í Strandabyggð en fjölgaði um 4 í Kaldrananneshreppi. Í Strandabyggð voru 443 íbúar, 107 í Kaldrananeshreppi og 38 í Árneshreppi.

DEILA