Listería í laxa- og rækjusalati frá Sóma

Matvælastofnun sendi frá sér tilkynningu um innköllun í gær og varar við neyslu á einni lotu af laxa- og rækjusalati frá Sóma ehf. vegna listeríu (Listeria monocytogenes) sem greindist í reglulegu eftirliti fyrirtækisins. Sómi hefur ákveðið að innkalla salatið af markaði í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.

Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vörumerki: Sómi ehf.
  • Vöruheiti: Laxa og rækjusalat
  • Strikamerki: 5690596069045
  • Umbúðir: Plastbox
  • Nettómagn: 200g
  • Pökkunardagur: 06.03.2019
  • Best fyrir: 16.03.2019
  • Framleiðsluland: Ísland
  • Dreifing: Verslanir um allt land
DEILA