Ísfirðingar sigursælir á Unglingameistaramóti Íslands 2019

Skíðafélag Ísfirðinga gerði góða ferð til Akureyrar um síðustu helgi á Unglingameistaramóti Íslands sem haldið var í Hlíðarfjalli. Skíðafélagið sendi 10 keppendur og unnu þeir 12 unglingameistaratitla, þrenn silfurverðlaun og þrenn bronsverðlaun. Þjálfari hópsins er Tormod Skjerve Vatten.

Hrefna Dís Pálsdóttir (2004) sigraði í fjórum greinum. Hún keppti í 15 – 16 ára aldursflokki og varð fyrst í göngu bæði með hefðbundinni og frjálsri aðferð. Því fylgdi gull í tvíkeppninni og loks varð Hrefna fyrst í skicross í aldursflokknum 13 – 16 ára.

Hrefna Dís Pálsdóttir

Jón Haukur Vignisson (2005) sigraði í báðum göngugreinunum í aldursflokknum 13-14 ára og þar með í tvíkeppninni.

Unnur Guðfinna Jakobsdóttir ( 2006) keppni í yngri flokknum , 13-14 ára, og varð fyrst í báðum göngugreinunum  og í tvíkeppninni.

Albert Marselíus Hákonsson (2006) vann silfur í liðaspretti, Ástmar Helgi Kristinsson           ( 2005) vann silfur í hefðbundnu, skauti og tvíkeppni, Frosti Gunnarsson ( 2006) vann brons í hefðbundinni göngu. Hilmar Tryggvi Kristjánsson ( 2003) sigraði í skauti og tvíkeppni og fékk brons í hefðbundinni.

Aðrir keppendur voru Benedikt Stefánsson (2006) sem varð 4. í hefðbundinni göngu,  Hákon Ari Heimisson (2006)  sem varð 4. í skicross og 5. í hefðbundinni göngu og Sveinbjörn Orri Heimisson (2003) sem varð 5. í skicross.

DEILA