Ísafjarðarbær: skatttekjur aukast um 9% milli ára

Ísafjörður. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Lagt hefur verið fram í bæjarráði Ísafjarðarbæjar yfirlit yfir tekjur og gjöld fyrir síðasta ár. Útsvarstekjur 2018 urðu 2.040 milljónir króna og hækkuðu um 170 milljónir króna frá 2017 eða um 9%.

Tekjur bæjarsjóðs frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2018 urðu 890 milljónir króna  en þau voru 810 milljónir króna árið áður. Hækkunin milli ára er 80 milljónir króna eða nærri 10%.

Launakostnaður samstæðurnnar varð 2.518 milljónir króna.  Langstærsti hluti útgjaldanna var vegna fræðslumála. Launakostnaður vegna þeirra varð 1.137 milljónir króna.  Það eru 45% af öllum launakostnaði. Velferðarmál eru næsthæsti málaflokkurinn. Launakostnaðurinn þar varð 502 milljónir króna. Þriðji hæsti liðurinn eru svo æslulýðs- og íþróttamál með 176 milljónir króna.

DEILA