Heilbrigðisstofnun Vestfjarða hækkar verð á mat í bökkum um 27,6%

Sjúkrahúsið á Patreksfirði.

Lögð fram drög að samningi við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og Vesturbyggðar um kaup á mat á bökkum fyrir eldri borgara, öryrkja og skjólstæðinga félagsþjónustu Vesturbyggðar. Einnig var lögð fram gjaldskrá Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða frá 1. febrúar 2019. Veruleg hækkun er á gjaldi fyrir mat á bökkum milli ára og nemur hækkunin 27,6% á milli ára. Þá var lögð fram samantekt á niðurgreiðslu á heimsendum mat annarra sveitarfélaga.

Bæjarráð Vesturbyggðar bókaði á fundi sínum í gær að það „geri athugasemd við þá miklu hækkun sem gerð var á gjaldskrá Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða 1. febrúar 2019. Svo mikil hækkun í einu skrefi hafi verulega neikvæð áhrif á þá sem nýta þjónustuna. Með tilliti til niðurgreiðslna í öðrum sveitarfélögum felur bæjarráð starfandi fjármála- og skrifstofustjóra að greina hvort svigrúm sé í fjárhagsáætlun 2019 til að mæta þeirri hækkun sem drög að samningi við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða gerir ráð fyrir í formi niðurgreiðslu af hálfu sveitarfélagsins.“

Á bæjarráðsfundinum voru lögð fram drög að samningi við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og Vesturbyggðar um kaup á mat á bökkum fyrir eldri borgara, öryrkja og skjólstæðinga félagsþjónustu Vesturbyggðar. Einnig var lögð fram gjaldskrá Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða frá 1. febrúar 2019. Veruleg hækkun er á gjaldi fyrir mat á bökkum milli ára og nemur hækkunin 27,6% á milli ára. Þá var lögð fram samantekt á niðurgreiðslu á heimsendum mat annarra sveitarfélaga.

DEILA