Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitir styrki: Raggagarður fær 9,9 mkr.

Sjálfboðaliðar í Raggagarði.

Gerðar hafa verið opinberar styrkveitingar úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

Þar er að finna styrki sem Bæjarins besta hefur áður skýrt frá:

Bolungarvíkurkaupstaður – Bygging útsýnispalls á Bolafjalli.

Kr. 27.000.000,- styrkur til að deiliskipuleggja og hanna útsýnispall á Bolafjalli ásamt
endurbótum á aðkomuvegi.
Áhugavert verkefni sem mun bæta öryggi og aðgengi að einum af mikilfenglegustu
útsýnisstöðum á landinu. Einungis er verið að styrkja hluta af umbeðinni styrkupphæð,
þ.e vegna gerðar deiliskipulags, hönnunar og 1. áfanga aðkomuvegar.

 

Ísafjarðarbær – Þjónustuhús Skrúði.

Kr. 13.781.542,- styrkur til að byggja þjónustuhús sem nýtist í senn til þess að þjónusta
garðinn. Mikil áhersla hefur verið lögð á það í undirbúningsferlinu að húsið falli vel að
umhverfinu og verði til sóma fyrir þennan elsta skrúðgarð landsins.
Verkefnið mun bæta grunnþjónustu á einstökum ferðamannastað á veiku svæði.

 

Vesturbyggð – Umhverfi og aðstaða sundlaugar Krossholtum.

Kr. 8.000.000,- styrkur til að laga umhverfi sundlaugarinnar með hellulögn og smíði
trépalla, þar sem lagðar verða náttúruhellur í kringum laugina og að hlöðnum potti sem
er fyrir neðan sundlaugina ásamt því að útbúa merkingar og laga aðkomu að
sundlauginni.
Verkefnið felur í sér varanlega lausn á grunnþjónustu á veiku svæði, bætir mjög virkni
staðarins og eykur aðdráttarafl.

Fleiri verkefni fengu styrk og eru hér nefnd tvö, sem veitt eru áhugamannafélögum:

Ferðafélag Íslands – Hornbjargsviti – bætt aðgengi, aukin náttúruvernd og öryggi
ferðamanna.

Kr. 18.000.000,- styrkur til að bæta öryggi ferðamanna og vernda náttúru með því að
smíða vetrarklósett, lagfæra fallpípu að vatnsrafstöð, endursmíða fúinn og hættulegan
stiga og togbraut og lagfæra gangráð vatnsvirkjunar og fá þannig stöðuga spennu og
tíðni.
Verkefnið mun bæta aðgengi og auka öryggi þeirra ferðamanna sem heimsækja
þennan sérstaka og áhugaverða stað.

 

Raggagarður Súðavík, Fjölskyldugarður Vestfjarða – bílastæði, klæðning og
upplýsingaskilti í Raggagarði.

Kr. 9.900.000.- styrkur til að bæta öryggi ferðamanna, setja upplýsingaskilti, bæta við
öryggismottum fyrir leiktæki, klára leiksvæðið og rekaviðarskóginn. Smíða öruggari
aðstöðu fyrir stóru grillin á Boggutúni og laga girðingar milli garðs og bílastæðis.
Áhugavert verkefni og bætir innviði. Styrkir barnvæna ferðamennsku.

 

DEILA