Ferðamálasjóður styrkir útsýnispall í Bolungavík

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur staðfest tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um styrkveitingar úr sjóðnum vorið 2019. Hér með tilkynnist að umsókn yðar hefur verið samþykkt. Um er að ræða styrk að fjárhæð kr.27.000.000,- til Bygging útsýnispalls á Bolafjalli.Styrkur veittur til að deiliskipuleggjaog hanna útsýnispall á Bolafjalli ásamt endurbótum á aðkomuvegi.Einungis er verið að styrkja hluta af umbeðinni styrkupphæð, þ.e gerð deiliskipulags, hönnunar og 1. áfanga aðkomuvegar.

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungavík var mjög ánægður með styrkveitinguna og telur hana til marks um að verkefnið í heild muni fá frekari stuðning frá Ferðamálasjóði.

Virðist því að þetta stórhuga verkefni um útsýnispall á Bolafjalli ætla að verða að veruleika.

DEILA