Bolungavík: samið við Tröppu ehf um skólaskrifstofu

Bæjarráð Bolungarvíkur samþykkti á fundi sínum í fyrradag að semja við Tröppu ehf., vegna skólaskrifstofu fyrir grunn- og leikskóla í Bolungarvík.  Gert er ráð fyrir að kostnaðurinn verði 5 milljónir króna á þessu ári.

Bæjarráðið leggur  áherslu á að kostnaður við þjónustuna fari ekki fram úr fjárheimildum ársins. Jafnframt beinir bæjarráð því til fræðslumála- og æskulýðsmálaráðs að fylgist með framkvæmd samningsins og hvort hann nái fram þeim markmiðum sem lagt var upp með.

Jón Páll Hreinnson, bæjarstjóri segir að bærinn hafi skipt við Tröppu ehf um talmeinaþjónustu og hafi góða reynslu af þjónustu sérfræðinga fyrirtækisins.  Skólaskrifstofuþjónusta hefur ekki verið fyrir hendi í Bolungavík en verður nú bætt úr því. Á vegum Tröppu ehf starfa ýmsir sérfræðingar og segir á heimaaíðu fyrirtækisins að það sérhæfi sig í að nýta tæknina til þess að veita alhliða þjónustu og sérfræði ráðgjöf í menntakerfinu.

Hlutverk skólaskrifstofu er að veita  börnum og starfsfólki í leik- og grunnskólum sérfræðiþjónustu um framkvæmd skólastarfs samkvæmt aðalnámskrá.

Framkvæmdastjóri Tröppu ehf er Kristrún Lind Birgisdóttir sem eitt sinn var skólastjóri á Flateyri.

DEILA