Bandaríkjamenn ferðast til Íslands vegna Kerecis

Bandaríkjamennirnir ferðbúnir á flugvelli á leið til Íslands.

East Liverpool City Hospital í Ohio í Bandaríkjunum hefur sent tvo af stjórnendum sínum, á Rick Perez og Jim Emmerling auk tveggja annarra starfsmanna , til Íslands til þess að kynna sér lækningamátt sáragræðsluvöru Kerecis. Er ferð þeirra heitið til Ísafjarðar. Fyrirtækið not­ar roð til að græða sár og styrkja lík­ams­vefi, til dæm­is við end­ur­gerð á brjóst­um og til viðgerðar á kviðslit­um.

Frá þessu er greint í gær í blaðinu The Weirton Daily Times.  Munu Bandaríkjamennirnir dvelja í vikutíma á Íslandi hjá Kerecis. Í greininni er ítarleg frásögn af fyrirtækinu Kerecis og staðsetningu þess á Ísafirði og stofnanda þess Guðmundi Fertram Sigurjónssyni. Þá er sagt frá þeim eftirtektarverða árangri sem náðst hefur í sáragræðslu með vörum Kerecis sem eru framleidd úr fiskroði.

Kerecis  hef­ur verið að hasla sér völl í Banda­ríkj­un­um sem er stór og kröfu­h­arður markaður fyr­ir lækn­inga­vör­ur. Kerec­is er með skráð einka­leyfi í Banda­ríkj­un­um og fleiri lönd­um og hafa meira en 10 þúsund sjúk­ling­ar verið meðhöndlaðir með sár­aroði fé­lag­ins á und­an­förn­um árum.

Mikið er í húfi fyrir Kerecis að ná góðri fótfestu á bandaríska markaðnum og gæti þessi heimsókn skipt miklu máli.

 

DEILA