30 ár frá því bjórbanni var aflétt

Í dag, 1. mars eru rétt 30 ár frá því banni við sölu og neyslu á bjór af aflétt. Þann sama dag birtist mynd á forsíðu Bæjarins Besta (BB) af tveimur ungum og myndarlegum mönnum að fagna því að þá mátti „löglega“ kaupa og drekka bjór á Íslandi.

Þetta eru Ísfirðingarnir Salmar Jóhannsson og Jakob Falur Garðarsson eins og glögglega má greina af þessari ljómandi góðu mynd.

Hvað þeir gera í kvöld af þessu tilefni er kannski nokkuð fyrirsjáanlegt. Þeir ætla að koma saman í kvöld til að láta taka af sér mynd í tilefni tímamótanna.

Hvað annað?

DEILA