Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar í fullum gangi

Jakob Daníelsson.

Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar er nú haldin í fjórtánda sinn, að þessu sinni í Sarajevó og Austur-Sarajevó í Bosníu-Hersegóvínu. Setningarhátíð leikanna fór fram þann 9. febrúar og lokahátíð leikanna fer fram kvöldið 16. febrúar.

Á fyrsta keppnidegi leikanna, þann 10. febrúar var keppt í 10km göngu pilta. Þar tóku þátt  þeir Jakob Daníelsson og Egill Bjarni Gíslason. Jakob varð í 65. sæti á tímanum 36:35,8s og Egill Bjarni í 68. sæti á tímanum 37:01,5s. Sigurvegari keppninnar var Frakkinn Florian Perez á tímanum 30:37,8.

12. febrúar, á öðrum keppnisdegi hátíðarinnar var keppt í 7,5 km göngu pilta. Jakob Daníelsson varð í 62. sæti en Egill Bjarni Gíslason í 80. sæti.

Í gær var svo þriðji keppnisdagur leikanna.

Egill Bjarni Gíslason.
DEILA