Varaþingmaður Pírata segir af sér

Snæbjörn Brynjarsson, varaþingmaður Pírata hefur sagt sig frá varaþingmennsku og  hefur vikið úr öllum ábyrgðarstöðum sem Píratar hafa falið honum.

Ástæðan er óviðeigandi hegðun hans og ummæli í garð Ernu Ýr Öldudóttur, sem hann hitti á öldurhúsi í Reykjavík.

Þingflokkur Pírata hefur af því tilefni sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu:

Þingflokkur Pírata harmar framkomu Snæbjörns Brynjarssonar um síðastliðna helgi. Kjörnir
fulltrúar eiga að sýna gott fordæmi. Snæbjörn hefur axlað ábyrgð á gjörðum sínum og
tilkynnt þingflokki Pírata að hann segi af sér varaþingmennsku.
Þingflokkurinn styður ákvörðun Snæbjarnar og virðir þá ábyrgð sem í henni felst.

DEILA