Tónlistarsjóður : tveir styrkir vestur

Úthlutað hefur verið úr Tónlistarsjóði fyrir fyrra tímabil ársins 2019 (1. janúar – 1. júlí).

Hlutverk sjóðsins að efla íslenska tónlist og stuðla að kynningu á íslenskum tónlistarmönnum og tónsköpun þeirra.

Tónlistarfélag Ísafjarðar og aldrei fór ég suður

Tónlistarfélag Ísafjarðar fær 400.000 kr styrk til þess að taka á móti ungverskri hljómsveit sem kemur til Ísafjarðar. Aldrei fór ég suður fær 500.000 kr styrk. Af öðrum styrkveitingum má nefna að félag íslenskra tónlistarmanna fær til þriggja ára 1,5 mkr árlegan styrk til landsbyggðartónleika.

 

Alls bárust 132 umsóknir frá mismunandi greinum tónlistar. Sótt var um tæpar 140 millj. kr.

Til úthlutunar úr Tónlistarsjóði þetta árið eru 69 milljónir króna. Þar af eru 21 milljón í föstum samningum til ársins 2020. Til úthlutunar í þessari fyrri úthlutun eru því 24 milljónir.

Veittir eru styrkir til 55 verkefna að upphæð 20 millj. kr., auk þess sem tveir þriggja ára samstarfssamninga eru framlengdir, við Nordic affect uppá 1,5 milljón og Jazzhátíð Reykjavíkur uppá 2,5 milljónir.

DEILA