Sunddeild UMFB sótti verðlaun á gullmóti KR

Sunddeild Ungmennafélags Bolungavíkur sendi 20 manna lið til keppni á gullmóti KR, sem var haldið um helgina.  Keppendur voru á aldrinum 10 – 14 ára. Sveinasveit félagsins náði öðru sæti bæði í 4 x 50 m skriðsundi og 4 x 50 m fjórsundi.  Fimm Bolvíkingar náðu lágmörkum til þátttöku í AMÍ mótinu sem verður í júní í Keflavík.

Þorsteinn Másson og Hrund Karlsdóttir voru bæði ánægð með árangurinn og ferðina þegar rætt var við þau.

Tæplega 500 sundmenn mætti í Laugardalslaugina um helgina og kepptu á hinu árlega Gullmóti KR. Keppendur komu frá Neskaupstað, Akureyri, Húsavík, Dalvík, Bolungavík, Akranes og Reykjanesbæ. Alls voru slegin 14 Gullmótsmet þar af tvö í opnum flokki.

DEILA