Súðavík: breyttar reglur um byggðakvóta

Frá Súðavíkurhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps hefur samþykkt þær erglur sem byggðakvóta yfirstandandi fiskveiðaárs 2018/19 verður úthlutað eftir. Þær breytingar urðu frá fyrri reglum að skipting kvótans sem var 30% til frístundabáta og 70% til báta sem höfðu landað í Súðavík meira en 50% af afla sínum fiskveiðiárið á undan verður þannig að 20% verður úthlutað til frístundaveiðibáta, 20% til báta með aflamarksleyfi og 60% til annarra fiskiskipa sem uppfylla það skilyrði að vera skráð í Súðavík 1. júlí 2018 og í eigu einstaklinga eða lögaðila með lögheimili í Súðavík.

Áfram  verður fiskiskipum skylt að landa þeim afla í Súðavík sem telja á til byggðakvóta, og einnig úthlutuðum byggðakvóta, til vinnslu í Súðavík og miðast það við tímabilið frá 1. september 2018 til 31. ágúst 2019.

 

 

DEILA