Stúdentaráðskosningar: Fjórir Vestfirðingar í framboði

Framundan eru kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands, en þar eru fjórir Vestfirðingar í framboði fyrir Röskvu, samtök félagshyggjufólks í Háskóla Íslands. Samtökin starfa með gildin jafnrétti, róttækni og heiðarleika að leiðarljósi. Í framboði í ár eru þrír Ísfirðingar og einn Súðvíkingur:

Isabel Alejandra Díaz (stjórnmálafræði) – 6. sæti á Félagsvísindasviði og varaforseti Röskvu.

Fanney Dóra Veigarsdóttir (leikskólakennarafræði) – 5. sæti á Menntavísindasviði.

Laufey Ösp Kristinsdóttir (tómstunda- og félagsmálafræði) – 4. sæti á Menntavísindasviði.

Thelma Rut Jóhannsdóttir (íþróttafræði) – varamaður á Menntavísindasviði.

Laufey er frá Súðavík og hinar koma frá Ísafirði.

Isabel Alejandra Díaz.
Thelma Rut Jóhannsdóttir
Fanney Dóra Veigarsdóttir
Laufey Ösp Kristinsdóttir

Málefni Röskvu

Á síðastliðnum tveimur árum hefur Röskva í meirihluta Stúdentaráðs haft hagsmuni nema sem koma utan af landi að leiðarljósi og t.a.m. barist ötullega fyrir uppbyggingu fleiri stúdentaíbúða. Auk þess geta stúdentar sem koma utan höfuðborgarsvæðisins framleigt íbúðir sínar yfir sumartímann þar sem margir þeirra kjósa að vera heima við vinnu, eftir tillögu Röskvuliða um það efni. Þar að auki var því komið í reglur Stúdentagarða fyrir atbeina Thelmu Rutar að hámarksdvöl foreldra lengist um sem nemur fæðingarorlofi þeirra ef þeir eignast börn á meðan námi stendur.

DEILA