Samningur um afreksíþróttabraut við MÍ

Gengið hefur verið frá samningi milli sveitarfélaganna við Djúp og Menntaskólans á Ísafirði um afreksíþróttabraut við Menntaskólann.  Bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkti samninginn á mánudaginn og fól bæjarstjóra að undirrita samninginn.

Guðmundur Gunnarsson. bæjarstjóri segir að framlag sveitarfélaganna verið 2,5 milljónir króna og þarf af greiði Ísafjarðarbæ 2,1 milljón króna.

Boðið var upp á 30 eininga afreksíþróttabraut um árabil við skólann. Brautin var svo endurvakin nú í haust og boðið er upp á sérsniðið nám sem hentar vel fyrir nemendur sem æfa mikið og vilja stunda sína íþrótt með álagi afreksmanna samhliða námi.

 

DEILA