Samgönguráðherra: engin ein leið ákveðin enn

Sigurður ingi Jóhannsson, Samgönguráðherra.

Athygli hefur vakið að Samgönguráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, hefur opnað á aðrar leiðir við fjármögnun tugmilljarða króna samgönguframkvæmda á næstu árum, en miðað er við þegar áætlunin var nýlega samþykkt á Alþingi. Þar er gengið út frá veggjöldum, þótt útfærslan sé ekki fastslegin.

Á facebooksíðun sinni í gær   ítrekaði ráðherrann sérstöðu sína og þar segir hann:

Engin ein leið er ákveðin enn – en unnið er að útfærslu m.a. á grunni samþykkis Alþingis á samgönguáætlun.

Í færslunni rekur Sigurður ingi þær leiðir sem hann sér fyrir sér og opnar þar meðal annars á að nota arðrgeiðslur til ríkisins til þess að standa undir kostnaðinum frekar en veggjöld:

Mest hefur verið rætt um samgöngumál þ.m.t. flýtiframkvæmdir og fjármögnun þeirra.
Ýmsar leiðir koma til greina:
A) notenda – gjaldtaka að framkvæmdum loknum,
B) blönduð leið ríkisframlaga og notendagjalda, 
C) auknum arðgreiðslum og öðrum eignatekjum ríkisins forgangsraðað í samgöngur og jafnvel leiðum A, B og C í bland. 
D) aðrar leiðir 

DEILA