Nýtt skipurit í Vesturbyggð

Frá Patreksfirði. Mynd :Kiristinn H. Gunnarsson.

Ákveðið hefur verið að gera verulegar breytingar á stjórnsýslu Vesturbyggðar og er stefnt að því að þær verði komnar til framkvæmda þann 1. maí í vor.

Tillögurnar voru til umræðu á síðasta fundur bæjarráðs Vesturbyggðar.

Meginbreytingin er að stofnuð verða þrjú svið fjármála- og stjórnsýslusvið, fjölskyldusvið og umhverfis- og framkvæmdasvið. Sviðin taka við verkefnum sem fallið hafa undir skrifstofu- og fjármálastjóra,, félagsmálastjóra og tæknideild Vesturbyggðar.

Starf fjármála- og skrifstofustjóra verði lagt niður og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs taki við þeim verkefnum. Starfandi fjármála- og skrifstofustjóra verður boðið starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Félagsmálastjóra verður boðin staða sviðsstjóra fjölskyldusviðs.

Starf forstöðumanns tækideildar Vesturbyggðar verður lagt niður og sviðsstjóri umhverfis og framkvæmdasviðs tekur við þeim verkefnum. Staða sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs verður auglýst laust til umsóknar samkvæmt tillögu bæjarstjóra.

Forstöðumanni tæknideildar verður boðin staða Hafnarstjóra í 50% starfi ásamt því að sinna starfi byggingarfulltrúa Vesturbyggðar í 50% starfi.

 

DEILA