Nýr skólastjóri Lýðháskólans: Langaði að fara út fyrir boxið

.

Ingibjörg Guðmundsdóttir, kennslustjóri Háskólans í Reykjavík hefur verið ráðin skólastjóri Lýðháskólans á Flateyri og tekur hún við 15. júní í sumar.

Bæjarins besta sló á þráðinn til Ingibjargar og fyrsta spurningin var: hvers vegna ferðu úr þessu starfi og vetsur til Flateyrar í Lýðháskólann?

„Ég er búin að starfa lengi að fræðslumálunum. Verkefnið á Flateyri er á margan hátt allt örðu vísi en ég hef verið að gera. Mig langaði til þess að breyta til og fara jafnvel út fyrir boxið. Þetta er svoldið heillandi verkefni“

En hvað dregur þig til Flateyrar?

„Maðurinn minn vann á Flateyri um tíma þegar hann var ungur maður. Við höfum átt hús á Flateyri í nokkur ár og það er gott að vera á Flateyri“ segir Ingibjörg Guðmundsdóttir.

Ingibjörg segist ekki sjá fyrir sér breytingar á starfsmódeli skólans. Hann verður rekinn á tveimur brautum, en ef til vill verður bætt við þriðju brautinni þar sem kennt yrði á ensku.

Ingibjörg segist hlakka til að vinna áfram að þróun skólans og takast á því það verkefni á festa hann í sessi. „Það  auðveldaði mér að slá til og taka þetta starf að mér að Helena Jónsdóttir verður mér innan handar og líklega áfram hér á svæðinu. Það skiptir ótrúlega miklu máli.“ segir Ingibjörg Guðmundsdóttir að lokum.

DEILA