Ný sýning : Plötusafn Sigurjóns Samúelssonar á Hrafnabjörgum

Samningurinn undirritaður. Samúel Sigurjónsson til vinstri.

Sérstök sýning um plötusafn Sigurjóns Samúelssonar á Hrafnabjörgum var opnið í Þjóðarbókhlöðunni í dag að viðstöddu fjölmenni á 83. afmælisdegi Sigurjóns, en hann var fæddur 6. febrúar 1936.

Ósk Sigurjóns var að væri að plöturnar yrðu varðveittar á safni þar sem almenningur gæti haft not af þeim. Plötusafn Sigurjóns verður framvegis varðveitt í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni.

Athöfnin hófst á því að undirritaður var samningur um afhendingu safnsins til Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns til varðveislu. Það var sonur Sigurjóns, Samúel Sigurjónsson sem undirritaði samninginn ásamt Ingibjörgu Steinunni Sverrisdóttur landsbókaverði. Síðan var safnið formlega opnað og sjá mátti marga Djúpmenn í hópi gesta. Meðal annars voru mætt sex af sjö systkinum Sigurjóns.

Sigurjón Samúelsson á Hrafnabjörgum við Djúp hóf um 1950 að safna plötum, fyrst íslenskum söngplötum og harmonikuplötum sem sumar voru frá því skömmu eftir aldamót og að sjálfsögðu 78 snúninga. Í safni Sigurjóns er fyrsta íslenska harmonikuhljómplatan sem kom út, upptaka Jóhanns Jósepssonar frá Ormarslóni, 78 snúninga plata hljóðrituð 1933.

Plöturnar keypti hann á fornsölum í Reykjavík, t.d. á Grettisgötunni og í kjallara Fálkans meðan það var hægt, og víðar. Plötur Sigurjóns voru orðnar yfir 7000 talsins, flestallar heillegar og vel með farnar.

Sex af sjö systkinum Sigurjóns á Hrafnabjörgum við athöfnina í gær.
Fjölmargir gestir voru við opnun sýningarinnar.

 

DEILA