Laxeldi : viðbót við frummatsskýrslu lagt fram

Skipulagsstofnun hefur auglýst fyrri frummatsskýrslu frá árinu 2015 vegna fjögurra úrskurða úrskurðarnefndar umhverfis– og auðlindamála dags. 27. september og 4. október 2018 vegna 14.500 tonna framleiðsluaukningu á laxi í Patreks– og Tálknafirði.

 

Eins og kunnugt er felldi Úrskurðrnefnd um umhverfis- og auðlindamál úr gildi bæði rekstrar- og starfsleyfi Fjarðalax ( nú Arnarlax) og Arctic Sea Farm þar sem að mati nefndarinnar ekki var að finna greiningu og samanburð á kostum öðrum en sjókvíaeldi.

Viðbótarskýrslan nú er gerð til þess að mæta þessum athugasemdum nefndarinnar. Kynningartími stendur frá 4. febrúar til 19. mars 2019.

Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Sea Farm segir að margir sérfræðingar hafi komið að skýrslugerðinni og fyrirtækin hafi lagt mikla vinnu í að gera hana eins vel úr garði og nokkur kostur er. Hann segir að fyrirtækið verði ætíð með þá eldisaðferð sem umhverfisvænust er og sjókvíaeldi er það ótvírætt í dag. Þetta er sama níðurstaða, segir Sigurður og var 2013 þegar frummatsskýrslan var gerð, en hafa ber í huga að tækninni fleygir fram og það getur hugsanlega síðar breytt  því hvaða kostur  þá verður bestur. Sigurður segir að landeldi  fáist ekki umhverfisvottað í dag vegna þess að of mikill þéttleiki lax er í eldinu.

Í útdrætti segir um skýrsluna:

„Markmið með skýrslunni er að bæta úr þeim ágöllum sem nefndin taldi vera á matsskýrslu fyrirtækjanna frá árinu 2016. Í skýrslunni er greint frá forsögu framkvæmdar, fjallað um úrskurð úrskurðarnefndar og þá kosti sem þar eru tilgreindir auk annarra kosta sem ekki eru tilgreindir. Þessir kostir eru greindir og sýnt fram á raunhæfni þeirra. Fjallað er um núll
kost og hver verði líklegri þróun umhverfisþátta ef miðað er við ekki verði framhald á rekstri.Lagðir eru fram þrír framkvæmdakostir með tilliti til staðarvals eldissvæða í fjörðunum tveimur og líkleg áhrif þeirra metin.“

Breytt kvíastæðum

Í skýrslunni er lagt til að breyta  legustæði  eldiskvía við Kvígindisdal og Eyri í Patreksfirði þannig að þær verða meira þvert á megin straumstefnu sem muni að öllum líkindum hafa í för með sér margháttuð jákvæð áhrif á mikilvæga þætti s.s. minni umhverfisáhrif og bætta velferð eldisfisks.

DEILA