Íbúafækkunin er á Ísafirði

Í tölum frá Þjóðskrá Íslands í byrjun mánaðarins kom fram að fækkað hefði um 22 í Ísafjarðarbæ frá 1. desember 2018 til 1. febrúar 2019. Hins vegar kom ekki fram hvar sú fækkun hefði einkum orðið. Bæjarins besta fór þess á leit við  að fækkunin yrði greind eftir byggðarlögum innan sveitarfélagsins.

Í svari bæjarins er miðað við stöðu íbúafjöldu þann 7. febrúar. Fækkun frá 1. desember er 28 manns. Í þéttbýlinu í Skutulsfirði fækkað um 21 á þessu tímabili. Svo þar er að finna meginskýringuna á fólksfækkuninni. Í Hnífsdal fækkaði um 2 og um 6 á Suðureyri. Fjölgun varð um 1 á Flateyri. Annars staðar var óbreyttur fjöldi íbúa frá 1. desmber 2018 til 7. febrúar 2019.

DEILA