Fjarskiptasjóður styrkir ljósleiðaravæðingu á Vestfjörðum

Í gær var tilkynnt um styrkveitingu úr Fjarskiptasjóði til ljósleiðaravæðingar. Úthlutað var 150 milljónum króna til verkefna um land allt og greiðast styrkirnir út á þessu ári og á því næsta.

Fjögur vestfirsk sveitarfélög fengu styrk, svokallaðan byggðastyrk,  samtals 20 milljónir króna.

  • Ísafjarðarbær – 10 m.kr.
  • Strandabyggð – 2 m.kr.
  • Súðavíkurhreppur – 3 m.kr.
  • Vesturbyggð – 5 m.kr.

Tvö sveitarfélög sóttu um, Bolungarvíkurkaupstaður og Reykhólahreppur, en fengu ekki.

  • Áður hefur Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið þegar veitt samtals 200 m.kr. í byggðastyrki árin 2017 og 2018. Við skiptingu byggðastyrkja var horft til meðalkostnaðar fyrir hvern stað, þéttleika byggðar, meðalfjarlægð frá þjónustukjarna, hlutfall 4G tenginga, fjárhagsstöðu og meðaltekjur. Hámarksstyrkur til sveitarfélags var ákveðinn 20 m.kr.

Fyrirkomulag styrkja
Í stuttu máli felst fyrirkomulag/tilboð fjarskiptasjóðs í eftirfarandi: Sveitarfélögin eiga kost á 80% af þeirri upphæð sem þau hafa tilgreint sem æskilega framlag fjarskiptasjóðs fyrir tiltekna verkáfanga að frádregnu öðru framlagi, þó aldrei meira en svo að styrkir frá ríkinu greiði fyrir meira en 60% af raunkostnaði, að frádregnum 500.000 kr. án vsk. fyrir hvern styrkhæfan stað.

DEILA