Fiskeldi tekur fram úr fiskveiðum árið 2020

Í desember skýrslu Íslandsbanka um sjávarútveg kemur fram að fiskeldi muni reynast vaxtarbroddur í heildarframleiðslu sjávarafurða til framtíðar.

Efnahags- og framfarastofnun Evrópu OECD spáir því að fiskeldi muni í fyrsta skipti standa undir meira magni sjávarafurða en hefðbundnarfiskveiðar árið 2020. Á árinu 2017 stóð fiskeldi undir 47% af sjávarafurðum heimsins sem námu það ár alls 175 milljónum tonna.

Eins og meðfylgjandi mynd ber með sér er um 2/3 hlutar af fiskeldinu á landi um um 1/3 í sjó. Algengasta landeldið er í heitum löndum og fer það fram í tilbúnum lónum eða tjörnum og byggir á því að fiskurinn er þar meira og minna sjálfala.

DEILA