Ferðakynning Grænland og Spánn í dag kl 14

Laugardaginn 23. febrúar kl. 14 verður ferðakynning á vegum Sólartúns í sal veitingastaðarins Heimabyggðar, Aðalstræti 22 á Ísafirði. Reynir Traustason fararstjóri kynnir þar Vestfirðingum gönguferð á Spáni um páskana og göngu um óbyggðir Suður-Grænlands í júni. Sólartún er í eigu Reynis og Stefáns Hrafns Magnússonar hreindýrabónda á Grænlandi. Stefán og Reynir munu báðir leiða hópana í ferðunum á Spáni og á Grænlandi.
Gangan á Grænlandi er að miklu leyti um jörð Stefáns í Isortoq. Ferðin er einstök að því leyti að ekki hefur áður verið farið í skipulagða göngferð á þessum slóðum. Stærð jarðarinnar samsvarar öllum Reykjanesskaganum. Hreindýr Stefáns eru þúsundir, Afsláttur er í boði í báðum ferðunum. Spánarferðin er um fjöll, eyju og flatlendi ofan við Costa Blanca.

DEILA