Eyrarrósin fór til Seyðisfjarðar

Frá afhendinu verðlauna og viðurkenninga. Mynd: Geir A. Guðsteinsson.

Frú Eliza Reid forsetafrú veitti List í ljósi frá Seyðisfirði Eyrarrósina 2019 við hátíðlega viðhöfn í Garði nú síðdegis. Viðurkenningin er veitt árlega fyrir afburða menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins. Verðlaunafé er 2 milljónir króna.

Frá upphafi hafa Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Air Iceland Connect staðið saman að verðlaununum en þau voru nú veitt í fimmtánda sinn.

Tvö Vestfirsk verkefni voru tilnefnd til Eyrarrósarinnar, Act alone á Suðureyri og Gamanmyndahátíð Flateyrar.

Í fréttatilkynningu segir að Act alone hafi fengið 500 þúsund krónur verðlaunafé.

DEILA