Drangsnes ljóðleiðaravæðist

Finnur Ólafsson, oddviti Kaldrananeshrepps.

Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps hefur samþykkt að setja 17 milljónir króna á þessu ári til ljósleiðaravæðingar í Kaldrananeshreppi, sem nær yfir Drangsnes og Bjarnafjörðinn. Til viðbótar fæst styrkur frá ríkinu úr verkefninu Ísland ljóstengt, sem er  12-15 milljónir króna. Samtals er kostnaðurinn um 30 milljónir króna.

Finnur Ólafsson, oddviti segir að verkinu miði vel áfram. Óskað hafi verið eftir samstarfi við Orkubú Vestfjarða með það í huga að Orkubúið leggi rafstrengi í jörðu og noti tækifærið þegar ljósleiðarinn verður lagður til Drangsness. Búið er að leggja streng yfir í Bjarnafjörðinn og hann verður tengdur á næstu vikum. Finnur segir að ljósleiðarvæðingin verði alger bylting fyrir íbúana og opni alveg ný atvinnutækifæri og muni almennt styrkja atvinnulífið. Gert er ráð fyrir að verkfninu verði lokið næsta sumar.

DEILA