Drangsnes: góður íbúafundur á mánudaginn

Frá vinstri Margrét Ólöf Bjarnadóttir, Eva Reynisdóttir, Arnlín Óladóttir Ingólfur Árni Haraldsson Finnur Ólafsson.

Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps efndi til íbúafundar á Drangsnesi á mánudaginn. Þar voru málin rædd og bar margt á góma. Mæting var góð og umræður líflegar. Finnur Ólafsson, oddviti sagði í samtali við Bæjarins besta að markmið nýrrar sveitarstjórnar væri að fjölga íbúum hreppsins og styrkja mannlífið. „Við erum í framfarahug og hugsum stórt og til framtíðar.“

Stefnt að nýbyggingum

Finnur segir að það vanti íbúðarhúsnæði á Drangsnesi. Sveitarfélagið er í samstarfi við önnur sveitarfélög Strandabyggð, Reykhólahrepp og Dalabyggð um byggingu á íbúðarhúsnæði í samstarfi við Íbúðalánasjóð. Ætlunin er að byggja þriggja íbúða raðhús á Drangsnesi. Til skoðunar er að ÍLS og sveitarfélögin leggi saman fé í stofnframlög og langtíamlán frá íbíðalánasjóði eða lánasjóði sveitarfélaga. Áformin eru þau að byrja á framkvæmdum strax í sumar, að sögn Finns Ólafssonar.

DEILA