Bolungavík : tekur 82 milljóna króna lán

Bæjarstjórn Bolungarvíkurkaupstaðar samþykkti á síðasta fundi sínum að taka 82 milljóna króna lán með lokagjalddaga 5. apríl 2034. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, nánar tiltekið útsvarstekjur og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til að endurfjármagna afborganir sveitarfélagsins og Bolungarvíkurhafnar á árinu 2019. Var Jóni Páli Hreinssyni, bæjarstjóra veitt umboð til þess að ganga frá lántökunni.

Í fjárhagsáætlun 2019 fyrir Hafnarsjóð eru tekjur áætlaðar 99 milljónir króna og útgjöld 73 milljónir. Afgangur af rekstri hafnarinnar eru því áætlaður 26 milljónir króna, sem verður að teljast góð afkoma. Aðalsjóður verður einnig rekinn með afgangi ef áætlanir ganga eftir eða um 47 milljónir króna sem svara til um 4% af tekjunum.

DEILA