Vísindaportið – í hádeginu

Hæfni fyrirtækja og samfélaga til að standast samkeppni mun í æ ríkara mæli ráðast af því hvort þeim takist að skapa umhverfi sem ýtir undir fjölbreytni og laðar að sér ólíkt fólk með ólík viðhorf. Kostir slíks umhverfis eru eftirsóknarverðir og ótvíræðir en því fylgja líka áskoranir sem ber að taka alvarlega. Í erindi sínu deilir Guðmundur Gunnarsson gestur í Vísindaporti 25. janúar reynslu sinni af því að starfa í alþjóðlegu umhverfi með fólki af ólíkum uppruna.

Guðmundur Gunnarsson er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Hann er 42 ára, fæddur á Ísafirði en uppalinn í Bolungarvík. Hann er með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum og B.A. próf í fjölmiðlafræði. Guðmundur hefur á undanförnum árum gegnt stöðu framkvæmdastjóra AFS á Íslandi, stýrt alþjóðasviði 66°NORÐUR og unnið sem frétta- og dagskrárgerðarmaður á RÚV. Guðmundur hefur auk þess búið og starfað í þremur löndum utan Íslands.

Vísindaportið er frá kl 12:10 til kl 13 í dag í kaffistofu Háskólasetursins.

DEILA