Vesturbyggð: þjónustu á Siglunesvegi hætt

Horft af Heggstaðanúp yfir Vaðalinn.

Vegagerðin hætti þjónustu við Siglunesveg 611 frá og með áramótum 2018/2019. Málið var tekið fyrir á fyrsta fundi bæjarráðs Vesturbyggðar á þessu ári. Lagt fram erindi frá Gísla Gunnari Marteinssyni þar sem hann bendir á að við veginn eru 5 lögbýli og 4 þeirra eru nytjuð tún af bændum sem nýta afraksturinn innar á Barðaströnd ásamt skógrækt. Einnig eru við veginn skemma sem nýtt er af bændum ásamt 4 sumarbústöðum og einu lögheimili.

Siglunesvegur 611 er vestan Kleifaheiðar af Barðastrandarvegi við Haukabergsá um Holt og Hreggsstaði að Siglunesi.

Bæjarráð bókaði mótmæli við því að vegurinn væri ekki lengur héraðsvegur og bæjartjóra var falið að svara bréfritara og senda skrifleg mótmæli til Vegagerðarinnar í samræmi við umræður á fundinum.

DEILA