Vesturbyggð: breyttar reglur um byggðakvóta

Bæjarráð Vesturbyggðar afgreiddi í morgun breyttar reglur um byggðakvótaúthlutun fyrir yfirstandandi fiskveiðiárs. Allir bæjarfulltrúar voru boðaðir og gátu tekið þátt í atkvæðagreiðslu. Iða Marsibil Jónsdóttir lagði fram tillögu sem samþykkt var með þremur atkvæðum gegn einu. Með greiddu Iða Marsibil Jónsdóttir, Jörundur Garðarsson og María Ósk Óskarsdóttir. Ásgeir Sveinsson var á móti. Friðbjörg Matthíasdóttir situr hjá við afgreiðslu máls. Magnús Jónsson lýsir sig vanhæfan til að taka þátt í afgreiðslu málsins. Egill Össurarson sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi.

Sú breyting verður að bátur þarf að vera skráður í viðkomandi sveitarfélagi 1. júlí 2018.

Aðrar breytingar verða:

b) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega, af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi sveitarfélags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, innan sveitarfélagsins á tímabilinu í þorskígildum talið, innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2017 til 31. ágúst 2018, þó ekki hærra en 20% af því sem eftir stendur, en að hámarki 25 þorskígildistonn á hvert fiskiskip.

c) Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélagi af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.

d) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2018 til 31. ágúst 2019.

DEILA