Valdimar í Edinborgarhúsinu

Hljómsveitin Valdimar í Edinborgarhúsinu á Kyndilmessu 2. febrúar.

Menningarmiðstöðin Edinborg, Ísafirði:

 

Hljómsveitin Valdimar er landsmönnum góðkunn. Fjórða breiðskífa sveitarinnar, ‘Sitt sýnist hverjum’ kom út í september síðastliðnum og vakti verðskuldaða athygli. Lögin ‘Of seint’, ‘Blokkin’ og ‘Stimpla mig út’ hafa í kjölfarið fengið töluverða útvarpsspilun og af því tilefni ætlar hljómsveitin að leika nýju lögin í bland við eldri í Edinborgarhúsinu á Ísafirði laugardagskvöldið 2. febrúar.

Edinborgarhúsið og Menningamiðstöðin Edinborg eru styrkt af  Uppbyggingarsjóði í Sóknaráætlun Vestfjarða

DEILA