Ungir umhverfissinnar hrósa sveitarstjórn Reykhólahrepps

Stjórn samtakanna ungir umhverfissinnar 2017-18.

Samtökin ungir umhverfissinnar sendu 21. desember 2018 bréf til sveitarstjórnar Reykholahrepps og hrósuðu henni fyrir að hafa tekið R leiðina til raunverulegrar skoðunar varðandi vegagerð um Vestfjarðarveg 60.

farsæl málamiðlun

Í bréfinu segir að ungir umhverfissinnar „vilja hrósa sveitarstjórn Reykhólahrepps fyrir að taka leið R til raunverulegrarskoðunar, enda er ekki betur séð en að hún sé farsæl málamiðlun varðandi samfélags-, byggða-, umhverfis- og kostnaðarsjónarmið.“

aðdáunarverð framsýni

Þá segir að „Félagið telur því að um sé að ræða aðdáunarverða framsýni af hálfu sveitarstjórnar Reykhólahrepps og mikilvægt skref í átt að sjálfbærri þróun varðandi skipulag sveitarfélaga á Íslandi almennt.“

Ungir umhverfissinnar eru frjáls félagasamtök. Tilgangur félagsins er að vera vettvangur ungs fólks á Íslandi til að láta gott af sér leiða í umhverfismálum. Í stefnuskránni segir „Við viljum hvetja til upplýstrar umræðu um umhverfismál og berjumst fyrir sjálfbærri þróun, náttúruvernd og grænu hagkerfi. Við erum ung, óháð og ögrandi.“ og ennfremur segir: „Ungir umhverfissinnar vilja lifa í jafnvægi við náttúruna, í samfélagi þar sem maðurinn, framleiðsla hans og neysla eru hluti af náttúrulegri hringrás og þar sem jákvæð umhverfishyggð er jafn sjálfsögð og borgaraleg réttindi.“

Samtökin voru stofnun 2013.

Formaður samtakanna er Pétur Halldórsson

 

DEILA