Trú í skólum: Mestur stuðningur á Vesturlandi og Vestfjörðum

Mestur stuðningur er á Vesturlandi og á Vestfjörðum við það að kristnar trúarathafnir, bænir eða guðsorð, séu liður í opinberu starfi leikskóla og grunnskóla.

Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu sem fram fór frá 20. nov. til 1. desember. Svarendur voru 854 talsins o g komu úr Þjóðgátt Maskínu,sem er þjóðhópur fólks (e. panel) dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára o g eldri. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu.

Spurt var: Ertu sammála eða ósammála því að kristnar trúarathafnir, bænir eða guðsorð, eigi að vera liður í starfi opinberra leikskóla og grunnskóla?

Þegar svörin eru greind eftir búsetu eru Vesturland og Vestfirðir tekin saman og eru 44% sammála spurningunni, 38% ósammála og 18% svara í meðallagi. Hvað það svar þýðir er ekki útskýrt sérstaklega, en skýra verður það með hliðsjón af hinum tveimur svarmöguleikunum sammála og ósammála. Þó verður að benda á að í meðallagi sammála þýðir væntanlega ekki það sama og í meðallagi ósammála svo það er erfitt að ráða í það hvernig þessi 18% hópur greinist í „í meðallaginu.“

Af afstöðu svarenda í öðrum landshlutum þá eru þeir sem eru sammála kristnum trúarathöfnum fleiri en en þeir sem eru ósammála á Suðurlandi og Reykjanesi. Þar eru 40,5% sammála og 34,5 ósammála, um 25% í meðallagi.  Sama er á Norðurlandi. þar eru 43,4% sammála og 40,7% ósammála.

Hins vegar er ósammála hópurinn stærri í Reykjavík, nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur og á Austurlandi. Lítill munur er á hópunum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur og á Austurlandi. En Reykjavík sker sig úr. Þar eru sammála aðeins 27,5% en ósammála 55,5%.

Heildarniðurstaðan yfir landið er að 35,5% eru sammála og 45,2% ósammála.

Séu svörin skoðuð eftir aldri þá eru mörkin við 50 ára aldurinn. Yngri hópinn er ósammála og þar af yngsti hópurinn mjög andvígur og eldir en fimmtug eru mjög sammála.

Mjög ólík svör fengust eftir menntun. Svarendur með grunnskólamenntun eru mjög sammála með tæplega 11% mun. Jafnmargir eru í hvorum hópi hjá þeim sem eru með framhaldskólamenntun eða iðnmenntun en háskólafólkið, sem er fjölmennasti hópurinn,  er mjög ósammála trúarstarfi í skólum. Þar eru aðeins 28% sammála en 55% eru ósammála.

 

DEILA