Tillögur að aðgerðum til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði

Átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði hefur skilað forsætisráðherra, tillögum sínum.

Í fréttatilkynningu segir að „mati hópsins liggur óuppfyllt íbúðaþörf nú á bilinu fimm til átta þúsund íbúðir á landinu öllu. Mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis er hins vegar fyrirhuguð á næstu árum og áætlað er að um tíu þúsund íbúðir verði byggðar á árum 2019–2021. Gangi þær áætlanir eftir mun óuppfyllt íbúðaþörf minnka til muna en hún verður engu að síður um tvö þúsund íbúðir í upphafi árs 2022.“

meðal tillagna átakshópsins eru:

Ríki og sveitarfélög auki fjárveitingu í stofnframlög til íbúða innan almenna kerfisins á næstu árum.

Setja verði í forgang við uppbyggingu þar sem góðar almenningssamgöngur eru
fyrir hendi.

Óhagnaðardrifin húsnæðisfélög verði hluti af uppbyggingu
húsnæðismarkaðar á næstu árum.

Heimilt verði að útbúa íbúðarhúsnæði til skammtímanota á athafnasvæðum og að enn fremur verði heimilt til að reisa skammtímahúsnæði til að bregðast við tímabundnum vanda.

Endurgreiðsla virðisaukaskatts af vinnu á verkstað við gerð
íbúðarhúsnæðis verði aukin í 100%.

Uppbyggingu borgarlínu verði hraðað í ljósi mikillar uppbyggingar íbúða á
höfuðborgarsvæðinu og vaxtarsvæðum á næstu árum.

Framkvæmdum á stofnbrautum umhverfis höfuðborgarsvæðið samkvæmt
samgönguáætlun verði hraðað.

Gjaldsvæði almenningssamgangna á vaxtarsvæðum verði samræmd og einfölduð.