Þungatakmarkanir á vegum á Vestfjörðum

Vegurinn um Ódrjúgsháls á vondum degi. Mynd: RUV.

Tilkynning frá Vegagerðinni:

Vegna hættu á slitlagsskemmdum verður ásþungi takmarkaður við 10 tonn á eftirtöldum vegum frá kl. 13:00 þann 2. janúar 2019.

Vestfjarðavegi 60 frá vegamótum við Hringveg 1 hjá Dalsmynni ( Brattabrekka ) sem og Barðastrandarvegi 62 og Bíldudalsvegi 63. Djúpvegi 61 frá Vestfjarðavegi 60 að Flugvallarvegi 631 í Skutulsfirði. Innstrandavegi 68 frá Borðeyri að Djúpvegi 61. Laxárdalsheiði 59.

Uppfært kl 16:47.

Vegna hættu á slitlagsskemmdum er ásþungi takmarkaður við tíu tonn á Laxárdalsheiði (vegi 59), á vegi 60 þ.e. á Bröttubrekku og vestur úr, og á þeim vegum á Vestfjörðum sem eru í Viðauka I. Auk þess er ásþungi takmarkaður við fimm tonn á Bíldudalsvegi (að Dynjandisheiði).

DEILA