Strandabyggð: 688 mkr í tekjur 2019

Hólmavík. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Fjárhagsáætlun Strandabyggðar fyrir 2019 og áætlun fyrir 2019-22 hefur verið birt. Á næsta ári eru tekjur áætlaðar 688 milljónir króna. Útsvarstekjur og fasteignaskattur eru áætluð 285 milljónir króna , framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga er 225 milljónir króna og aðrar tekjur 178 milljónir króna.

Útgjöld eru áætluð upp á 633 milljónir króna. Þar af eru laun og tengd gjöld langstærsti liðurinn, 348 milljónir króna. Tekjur umfram gjöld eru áætluð 55 milljónir króna. Fjármagnskostnaður er 44 milljónir króna og því verður afgangur af rekstri 11 milljónir króna á næsta ári.

Fjárfestingar eru áætlaðar upp á 55 milljónir króna. fjörtíu milljónir í varanlegur rekstrarfjármunum, 8 milljónir króna í vatnsveitu og 7 milljónir króna í hafnarframkvæmdir. Gert er ráð fyrir að selja eignir fyrir 10 milljónir króna.

Eignasjóður verður rekinn á næsta ári með 21 milljóna króna halla. Tekjur eru taldar verða 47 milljónir en gjöldin 68 milljónir króna. Það vega þyngst fjármagnskostnaður 33 milljónir króna og 24 milljónir króna í afskriftir.

DEILA