Orkubú Vestfjarða gefur háspennuhanska

Frá afhendingu háspennuhanskanna.

Orkubú Vestfjarða, í samstarfi við Johan Rönning hefur ákveðið að gefa þremur slökkvistöðvum á Vestfjörðum svo kallaða háspennuhanska. Hanskarnir eru nauðsynlegir ef slökkviliðið þarf að sinna rafmagns og tvinnbílum í útköllum sínum.

Orkubú Vestfjarða leggur mikið upp úr öryggismálum og var því tekin sú ákvörðun að gefa þennan nauðsynlega búnað.
Í dag afhenti Birgir Örn svæðisstjóri Orkubúsins á svæði 1, slökkviliðinu í Ísafjarðarbæ fyrstu hanskana.

DEILA